Valur - ÍBV í Pepsídeild kvenna

Í dag þriðjudag kl. 18:00 eigast við Valur og ÍBV í tíundu umferð Pepsídeildar kvenna.

Valsstúlkur eru í fimmta sæti með þrettán stig eftir níu umferðir en ÍBV situr í þriðja sæti með nítján stig. Það er ljóst að um hörkuleik verður að ræða og hvetjum við alla Valsara til að mæta.

Fálkarnir verða á staðnum með sína ljúffengu hamborgara og pylsur frá Kjarnafæði og Valkyrjur ásamt iðkendum í 4 fl.kvk. munu bjóða upp á barnagæslu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í fótboltanum í sumar. Barnagæslan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 2-6 ára og kostar 500 kr. fyrir barnið. Gæslan fer fram í sölum í Valsheimilinu, breytilegt í hvaða sal, og verða dýnur, boltar, púsl, leikföng og fleira í boði fyrir krakkana. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa þjónustu og mæta á völlinn.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.