Hin hliðin

Nafn, fæðingardagur og ár

Sindri Snær Jensson 12. Ágúst 1986.

Gælunafn

Fékk viðurnefnið Kóngurinn hjá Gunna Odds í Þrótti, svo er Big Sid aðeins að festast í sessi.

Uppáhaldsmatur

Ég er svakalegur matmaður og gæti sennilega skrifað ritgerðarsvar hér. Hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi um jólin er samt það albesta.

Hvernig skóm spilar þú í

Adidas Adipure, var alltaf  Nike Total 90 maður en Adipure hefur vinninginn núna.

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa fótbolta

Ég var á sjötta aldursári.

Fylgist þú með öðrum íþróttum

Ekki beint, en er engu að síður íþróttafréttafíkill. Hef gaman að körfubolta.

Skemmtilegt atvik úr fótboltaferð

Æfingaferðin til Akureyrar í vor er mér fersk í minni. Þar fór allur hópurinn á kostum m.a. í vélsleðaferð. Ég og Rúnar af öllum mönnum vorum settir á langöflugasta og léttasta sleðann. Það tók Rúnar u.þ.b. þrjár mínútur að henda okkur báðum af og velta sleðanum marga hringi. Við fórum svo í sund á Dalvík og enn hef ég ekki fyrirgefið einum leikmanni fyrir að mæta ekki í sundið, gef ekkert upp hver það er en hann er varnarmaður.  Í ferðinni unnum við flottan sigur á Þórsurum í lengjubikarnum og skemmtum okkur frábærlega. Held að eftirá að hyggja hafi mannskapurinn verið jafnvel ánægðari með þessa ferð en nokkra utanlandsferð þar sem hótel maturinn er yfirleitt ekki uppá marga fiska. Þessi Akureyrar ferð var lokapúslið í okkar frábæru liðsheild að mínu mati.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik

Mínus - The Long Face,  G-Unit - Poppin them thangs og mörg önnur. Ég sé yfirleitt um playlistann fyrir leik og ég á mörg leynivopn í mínum fórum.

Hvar líður þér best

Erfið spurning því mér líður yfirleitt mjög vel. Klefinn okkar á Hlíðarenda mjög þægilegur svo er risastóra heilsurúmið mitt heima griðarstaður.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í meistaraflokki í Val

Allir leikmenn Vals eru gullfallegir að innan sem utan. En ef einhver hefði hárið hans Matta, karlmennskuna hans Hauks Páls, hæðina mína, vöðvabygginguna hans Rúnars, rassinn hans Kidda, danshæfileika Ásgeirs Ingólfs, brosið hans Atla Heimis og millistykkið hans Nesta þá hefðum við hinn fullkomna karlmann.

Hver er mesti sprellarinn í hópnum

Ásgeir Ingólfs og Kiddi Krydd eru banvænir saman. Fátt sem stoppar þá í ham.

Hver er efnilegasti Valsarinn í fótbolta

Hef heyrt rosalega hluti um Aron Elí frænda minn sem spilar með þriðja flokk. Svo er kannski asnalegt að segja að rúmlega tvítugir menn séu efnilegir en ég held að Rúnar Már og Ásgeir markvörður eigi eftir að ná langt í knattspyrnunni.

 

Afhverju Valur

Valur er frábært og metnaðarfullt félag með mikla sögu, félag sem gerir kröfur á leikmenn sína. Það iðar allt af lífi á Hlíðarenda og það er gaman að æfa og keppa fyrir hönd félagsins.