Valur átti fimm fulltrúa í U-17 á Norðurlandamótinu

Valur átti fimm fulltrúa í U-17 ára landsliði kvenna á Norðurlandamóti sem lauk í Svíþjóð í gær. Ísland endaði í 4. sæti eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Svíþjóð en liðið hafði sigraði Noreg og gert jafntefli við Danmörku og Þýskaland í riðlakeppninni.

Leikmennirnir eru Amanda Jacobsen Andradóttir, Hildur Björk Búadóttir, Karen Guðmundsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Karen Guðmundsdóttir. Amanda og Karen eru miðjumenn og hafa leikið lykilhlutverk í 2. og 3. flokki í sumar. Hildur og Emma eru miðverðir 3. flokks sem einungis hefur fengið á sig 3 mörk í sumar og Ólöf er í láni hjá ÍA þar sem hún hefur leikið alla leiki liðsins sem framherji í Inkasso deildinni.

Amanda skoraði í öllum leikjum liðsins og Ólöf skoraði í sigrinum gegn Noregi.

Við óskum þessum efnilegu leikmönnum til hamingju með góðan árangur.