Olís deild karla: Valur - ÍBV, mánudag (í kvöld) kl. 19:15

Valur tekur á móti ÍBV í 4. umferð Olís-deildar karla í handknattleik mánudaginn 30. september í sannkölluðum stórslag. 

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna. Grillin verða að vanda opnuð klukkutíma fyrir leik og þar verður hægt að kaupa sér dýrindis hamborgara. 

Olís deild karla| Valur - ÍBV

  • Miðaverð fullorðnir kr. 1.500
  • Frítt fyrir 16 ára og yngri