Kári Daníel spilaði sinn fyrsta leik með U17

Kári Daníel Alexandersson spilaði sinn fyrsta leik fyrir U17 ára landslið Íslands síðastliðinn laugardag gegn Skotum ytra.

Kári spilaði allan leikinn í miðri vörninni og endaði leikurinn með 2-1 sigri Skota.

Kári er á yngsta ári í 2. flokki og spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Vals í Reykjavíkurmótinu í janúar á þessu ári.

Við óskum Kára til hamingju og velfarnaðar í næstu verkefnum.