Valskonur áberandi í vali á íþróttafólki Reykjavíkur

Föstudaginn 19. desember var tilkynnt um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunahöfunum viðurkenningar.

Valskonur voru áberandi en þær Helena Sverrisdóttir, Íris Björk Símonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir  fengu viðurkenningar sem einstaklingar.

Í fyrsta sinn voru valin tvö lið ársins, eitt karlalið og eitt kvennalið. Íþróttalið Reykjavíkur í kvennaflokki 2019 er lið Vals í körfuknattleik sem varð bæði Íslands- og bikarmeistarar á árinu.

Í lokin var tilkynnt um Val á Íþróttakonu Reykjavíkur og var þar fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, Margrét Lára Viðarsdóttir sem hlaut þann titil.

Valur óskar öllum verðlaunahöfum til hamingu.