Yngri flokkar: Skráning á vorönn 2019 í fullum gangi

Æfingar hjá yngri flokkum Vals hefjast að nýju mánudaginn 6. janúar nema annað sé tekið fram á Sport Abler. Valsrútan mun einnig hefja för sína á nýjan sama dag.

Við minnum foreldra á að ganga frá skráningu iðkenda í vornámskeið (vor/sumar í tilfelli fótboltans) þar sem börnin færast ekki sjálfkrafa yfir á nýtt tímabil.

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar endurnýjaðist um áramót og því er hægt að ráðstafa styrknum upp í æfingagjöld frá og með 1. janúar.

Athugið að ekki skal ráðstafa styrknum í gegnum rafræna Reykjavík heldur á skráningarsíðu Vals: https://innskraning.island.is/?id=valur.felog.is

 

Algengar spuringar varðandi skráningu á námskeið: 

- Þarf ég að skrá barnið aftur á vorönn ef það var skráð fyrir jól? 

Já, það er gert inn á heimasíðu félagsins undir skráning iðkenda - Smelltu hér

 

- Ráðstafa ég frístundastyrk inn á Rafrænni Reykjavík? 

Nei, það er gert á skráningarsíðu Vals  - Smelltu hér

 

- Þarf ég að skrá barnið mitt í Valsrútuna á vorönn ef það var skráð í rútuna fyrir jól?

Já, það er gert um leið og iðkendur eru skráðir á námskeið inn á skráningarsíðu Vals - Smelltu hér 

 

- Hvers vegna er hægt að velja um tvö námskeið í fótboltanum?

Það er bæði hægt að skrá iðkendur á tímabilið jan-júl og jan-sept. Það er hlutfallslega ódýrarar að ganga frá skráningu út ágúst. Skráning fyrir sumarnámskeið hefst í maí.

 

- Getur iðkandi fengið að prófa í nokkur skipti áðurn en gengið er frá skráningu?

Já - það er í lagi að prófa 2-3 sinnum áður en gengið er frá skráningu.

 

- Er barnið mitt í fyrri eða seinni rútu frá frístundaheimili?

Ef æfing iðkanda er kl. 15:00 þá fer iðkandi í fyrri rútu. Ef æfing iðkanda er kl. 15:50/16:00 þá fer barnið í seinni rútu. 

 

- Hvernig fer barnið mitt í rútuna?

Starfsfólk frístundarútu safnar saman krökkum úr frístund og leiðir þau að rútunni. Iðkendur sem ekki eru skráðir í frístund þurfa að koma sér í rútu sjálfir. Starfsmaður Vals tekur á móti krökkum í rútu og sér til þess að þau séu spennt í belti o.þ.h.

Eftirfarandi skilmálar gilda um æfingagjöld hjá öllum deildum Vals

 

  • Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils
  • Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum flokksins.
  • Iðkendur hjá Val hafa ekki þátttökurétt á mótum nema gengið hafi verið frá æfingagjöldum.
  • Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki hægt að afskrá/afpanta á netinu.
  • Skrá þarf iðkendur í iðkendakerfi Nóra þar sem forráðamenn geta farið inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum og ráðstafað frístundastyrk eða gengið frá greiðslu með öðrum hætti.
  • Skráning þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar fyrir vorönn. Sé ekki búið að ganga frá greiðslu fyrir þann tíma verður sendur greiðsluseðill til forráðamanna. Ef forráðamaður óskar eftir að breyta þeim greiðslumáta leggst 1.500 kr umsýslugjald ofaná gjöldin.
  • Ef iðkandi byrjar æfingar eftir að tímabil hefst þarf að senda tölvupóst á gunnar@valur.is með nafni, kennitölu og upphafsdagsetningu. Hægt er þá að aðlaga upphæð æfingagjalda að því hvenær æfingar hófust.
  • Ef iðkandi hefur mætt á æfingar í tvær vikur og ekki hefur verið gengið frá skráningu verður sjálfkrafa sett inn skráning í iðkendakerfi Vals og sendur greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum. Ef forráðamaður óskar eftir að breyta þeim greiðslumáta leggst 1.500 kr umsýslugjald ofaná gjöldin.
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef gild ástæða er fyrir úrsögn, t.d. búferlaflutningar eða meiðsli/veikindi.
  • Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á valur@valur.is eða gunnar@valur.is. Það er á ábyrgð forráðamanns að tilkynna úrsögn til skrifstofu, tilkynning til þjálfara verður ekki tekin gild.
  • Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
  • Ekki má flytja frístundastyrk milli systkina né milli ára.
  • Einungis er hægt að ráðstafa frístundastyrk á viðeigandi námskeið meðan það er í gildi.
  • Allir greiðsluseðlar eru í kröfukaupum hjá Greiðslumiðlun og því verða forráðamenn að snúa sér þangað ef þeir lenda í vanskilum eða vilja semja um greiðslukjör eftirá.
  • Mikilkvægt er að hafa samband við Íþróttafulltrúa ef um fjárhagserfiðleika er að ræða. Hægt er að finna úrlausnir til að iðkandi geti haldið áfram íþróttaiðkun, t.d. með umsókn um styrk í Friðrikssjóð.