Æfingar hjá yngriflokkum - Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og í tilkynningu frá almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudaginn 7. janúar.

Er það mat nefndarinnar að börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Þ.a.l. er ekki talin þörf til að fella niður æfingar en ekki er mælst til þess að börn gangi ein heim (hér er átt við börn undir 12 ára).

Innanhúss æfinga hjá yngri flokkum Vals verða því samkvæmt æfingatöflum í dag. Fótboltaæfingar hjá 12 ára og yngri (5. og 7. flokkur) falla hins vegar niður vegna veðurs. 

Þjálfarar hjá 3. og 4. fl. karla og kvenna í fótbolta munu meta hvort hægt verði að æfa seinnipartinn þegar líða tekur á daginn - Upplýsingar verða sendar á sportabler fyrir þá flokka. 

Yfirlýsingu almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins  má sjá hér:

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag.

Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt - Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

English:

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.