Ýmir Örn til Rhein-Neckar Löwen

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga hefur þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen fest kaup á Valsaranum Ými Erni Gíslasyni og hefur hann skrifað undir samning til sumarsins 2022. Rhein-Neckar Löwen hafa unnið þýsku Bundesliga tvisvar sinnum og spiluðu Valsararnir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson á sínum tíma með liðinu.

Ýmir Örn er uppalin í Val og spilað allan sinn feril með félaginu - Með Val varð hann deildarmeistari 2015, bikarmeistari 2016, 2017 og Íslandsmeistari sama ár.

Ýmir hefur spilað 40 landsleiki og farið með liðinu á síðustu 3 stórmót. Hann var í lykilhlutverki í liðinu á nýafstöðnu Evrópumóti þar sem Ísland náði sínum besta árangri í langan tíma.

Ýmir hóf ferilinn sem miðjumaður en færði sig svo síðar inn á línuna samhliða því að vera frábær varnarmaður. Það er því morgun ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð, sem erfitt verður að fylla en á sama tíma er þetta mikil viðurkenning fyrir starfið sem unnið er að Hlíðarenda.

Ýmir er fyrirmynd fyrir unga Valsara og frábært dæmi um hvað hægt er að gera ef bæði metnaður og dugnaður er til staðar.

Við óskum Ými velfarnaðar og góðu gengi á nýjum slóðum.