Pæjumótið á Siglufirði

Um síðustu helgi var haldið Pæjumótið á Siglufirði og tók Valsstúlkur að sjálfsögðu þátt í því.  Valur sendi 5 lið til þátttöku, 2 frá 6.flokki og 3 frá 7.flokki og stóðu stelpurnar sig frábærlega allt mótið.

Valsstelpurnar 7.flokk A-liða komust í úrslitariðil mótins og enduðu í 3.sæti mótsins. Auk þess kepptu þær til úrslita í svokallaðri Bikarkeppni en töpuðu þar á móti sterku liði Breiðabliks. B-lið flokksins endaði einnig í 3.sæti. C-lið flokksins stóð sig einnig  rosalega vel og náðu að skora mörg mörk í mark andstæðingana.

Stelpurnar í 6.flokki stóðu sig einnig frábærlega. C-lið flokksins átti frábært mót og enduðu í 4.sæti mótsins eftir að hafa keppt marga skemmtilega og æsispennandi leiki. Þær bættu sig mikið allt mótið og urðu betri með hverjum leiknum.  A-lið 6.flokks vann svo mótið og einnig Bikarkeppnina og fengu að launum bikar sem landsliðsleikmaðurinn Hermann Hreiðarsson afhenti.

Umfram allt þá skemmtu stelpurnar sér ekkert smá vel alla helgina og voru sjálfum sér og Val til mikilla sóma. Það eru greinilega bjartir tímar framundan í kvennaknattspyrnunni á Hliðarenda!