Leikmenn skrifa undir í körfunni

Alberta Auguste, Elsa Rún Karlsdóttir, Margrét Ósk Einarsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa allar skrifað undir samning við meistaraflokk kvenna í Val í körfuknattleik.

Elsa Rún og Margrét Ósk hafa spilað upp alla yngri flokka með Val og spiluðu með U16 landsliði kvenna í sumar á norðurlandamótinu og í Evrópukeppninni. Þær spiluðu í stúlkna- og unglingaflokki Vals í fyrra með góðum árangri. Elsa Rún leikur stöðu miðherja og Margrét Ósk leikur stöðu skotbakvarðar.

Bandaríska körfuknattleikskonan Alberta "Bird" Auguste frá Tennessee er 27 ára og1.80 sm hár fjölhæfur bakvörður. Bird lék fyrstu tvö árin sín háskóla í Central Florida Community College þar sem hún skoraði 23,6 stig 8 fráköst, 4 stoðsendigar og 5 stolnir boltar í leik.

Seinni tvö árin spilaði Bird með einum að bestu háskólaliðum í kvennaboltanum, Tennessee, þar sem hún var í sigurliði NCAA háskóla deildarinnar bæði árin. Hjá Tennessee var hún í varnarhlutverki og minna áberandi í stigaskorun. Eftir háskólaferilinn var Bird valin af New York Liberty í WNBA valinu og var á samning eitt tímabil án þess að spila leik í deildinni. Síðan þá hefur hún spilað í Portúgal og minni atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum.

Tilkynnt var fyrr í sumar að Ragna Margrét hafði gengið til liðs við Val og skrifaði hún undir þriggja ára samning við Val.