Borgunarbikar kvenna

Sæl Rakel úrslitaleikur í Borgunarbikarnum á laugardaginn sumir myndu segja að þú værir hokin af reynslu í svona leikjum, númer hvað er þessi úrslitaleikur hjá þér ?

 Ég veit það ekki alveg..kannski nr 4 eða 5??

Hvernig leggst leikurinn í þig ?

Leikurinn leggst mjög vel í mig. Við förum bara í þennan leik eins og hvern annan leik á móti Stjörnunni. Þetta verður hörku baráttuleikur frá byrjun til enda og allar verða vera vel stemmdar fyrir leikinn. 

Er góð stemming í hópnum ? 

Það er góður andi í hópnum og ég held að allar séu spenntar og hlakki til að spila þennan leik.

Er undirbúningur fyrir svona leik einhvernveginn öðruvísi en fyrir venjulegan deildarleik ?

Hann á ekki að vera það en ósjálfrátt verður hann það því þessi leikur eru mjög hæpaður upp.  Að mínu mati ætti undirbúningurinn að vera nákvæmlega eins og fyrir hina leikina því leikurinn sjálfur er alveg nógu stór svo það þurfi ekki að vera að stækka hann enn meira í augum þeirra sem eru að fara að spila hann.

Nú er sagt að þetta sé yngsta lið sem komist hefur í úrslit bikarkeppninar hefur það áhrif á hópinn ?

Nei það á ekki að hafa nein áhrif. Þetta er bara spurning um með hvernig hugarfar leikmenn ætla að koma í þennan leik. Aldur er ekki eitthvað sem við erum að hugsa um þegar við göngum á laugardalsvöll.  Það er eitthvað allt annað sem fer í gegnum hugan á þeirri stundu.

Að lokum veldu einn frasa/máltæki sem að lýsir best þessum leik ? 

Dagsformið skiptir máli.  Þetta er frasi sem hefur heyrst aftur og aftur og aftur í gegnum árin !!