Hverfahátíð á Hlíðarenda 8.september

Laugardaginn 8.september verður haldin Hverfahátíð miðborgar og hlíða að Hlíðarenda. Það er að venju glæsileg dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum alla íbúa miðborgar og hlíða að kíkja við og eiga góða stund saman á Hlíðarenda.

Dagskrá úti kl. 13:00 - 16:00

Grillaðar pylsur og hamborgarar

Dótakassi Kamps

Sápukúlur og krítar

Skátabúðir og klifur að hætti Landnemans  við fótboltavöllinn

Sögubíllinn Æringi býður yngstu kynslóðinni upp á sögustund kl. 14:00-15:00

Hjólreiðaþrautir

Hjólað undir leiðsögn borgarfulltrúa, borgarfulltrúarnir Áslaug María Friðriksdóttir og Gísli Marteinn Baldursson fara í hjólatúr með fólkinu í hverfinu.

Hoppukastali  og dekkjarólur

 

Kl. 12:00 - 16:00 Skottmarkaður á bílaplani


Kl.16:00 - 18:00   Frítt í Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg

 

Dagskrá inni kl. 13:00 - 16:00  Hátíðarsalur Valsheimilisins á 2. hæð

Kaffi og kökur  

Andlitsmálun

Listasýning á verkum 6-9 ára nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík

13:00  Sýning á myndböndumeftir ungmenni í hverfinu um  frístundasvæði, íþróttir & afþreyingu, list & menningu og útivistarsvæði í Miðborg og Hlíðum

13:30   Danssýning í boði Kramhússins

14:00   Danssýning í boði Jóns Péturs og Köru

14:30   Kór - Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7

15:00    Vitatorgsbandið

---

Kl. 11:30 - 14:00  Íslandsmót íþróttafélaganna í hraðskák

Kl. 13:00 - 16:00 Íþróttaþrautir í gamla salnum - Knattspyrnufélagið Valur kynnir íþróttaskólanum fyrir 3-6 ára börn.  þjálfarar verða með stöðvar og einnig hægt að skjóta á mörk og í körfu.

Kl. 13:30 Risa Zumba hátíð með Páli Óskari í stóra sal á jarðhæð, (miðaverð 2.500)

Kl. 23:00-03:00  Dansleikur í Vodafonehöllinni með Sigga Hlö - Veistu hver ég var? (miðaverð 2.500)