8.fl. í knattspyrnu - uppskeruhátið

Kæru leikmenn 8.flokks í knattspyrnu og foreldrar

 

Á morgun sunnudag 16.september verður haldin sér-uppskeruhátíð á æfingu/eftir æfingu hjá 8.flokki og eru allir iðkendur hvattir til þess að mæta á æfingu og helst í Valsbúningnum.  Þar fer Kristín þjálfari stuttlega yfir veturinn og afhendir leikmönnum viðurkenningu fyrir frammistöðu síðastliðins tímabils.  Allir ættu að hafa fengið póst varðandi þessa æfingu þar sem ítarlegri upplýsingar eru gefnar, en annars getur Kristín, þjálfari, gefið nánari upplýsingar.

 

Þökkum iðkendum og foreldrum fyrir tímabilið og vonum að öllum gangi súper vel á því næsta, hvort sem þeir halda áfram í 8.flokki eða fara upp í 7.flokk :)

 

Með kærri Valskveðju