Leikmenn skrifa undir í körfunni

Það er mikið líf í starfi körfuknattleiksdeildar og í gær skrifuðu sjö leikmenn undir tveggja ára samning við meistaraflokk karla í körfu. Fimm þessara sjö eru nýjir leikmenn og eru það Atli Rafn Hreinsson 23 ára framherji / bakvörður frá Þór Akureyri spilaði með unglingalandsiðum Íslands, Benedikt Smári Skúlason 25 ára  framherji sem er að koma úr námi frá Danmörku, Guðni Páll Guðnason 20 ára bakvörður frá KFÍ, Jens Guðmundsson 27 ára skotbakvörður spilaði og þjálfaði Víking Ólafsvík og Þorgrímur Guðni Björnsson 21 árs framherji komin aftur heim frá Breiðablik en hann hefur spilað með unglingalandsliðum Íslands. Við bjóðum þessa fimm flottu stráka velkomna í Val. Benedikt Blöndal 19 ára bakvörður og Hlynur Logi Víkingsson 16 ára framherji sem spiluðu báðir með mfl. Vals í fyrra, skrifuðu einnig undir tveggja ára samning.