Jóhann Hreiðarsson aftur í Val

Það eru mikil gleðitíðindi að segja frá því að Jóhann Hreiðarsson hefur ákveðið að snúa aftur í Val og mun hann þjálfa 3.flokk karla í knattspyrnu. Það er engum blöðum um það að fletta að koma Jóhanns er mikill hvalreki fyrir okkur Valsmenn, enda Jói gallharður Valsari og næsta uppalinn hér að Hlíðarenda.

Hann lék frá 10 ára aldri hér og alla leið upp í meistaraflokk félagsins til fjölda ára. undanfarin ár hefur Jóhann einbeitt sér að þjálfun og hefur hann m.a. verið að þjálfa í Knattspyrnuakademíunni og þá var hann þjálfari meistaraflokks á Dalvík í 3 ár ásamt því að gegna stöðu yfirþjálfara. Jóhann kemur til okkar frá Breiðablik og eru miklar vonir bundnar við komu hans.

Jóhann tekur við góðu búi af Þór Hinrikssyni og Jóni Karlssyni sem hafa náð frábærum árangri með 3.flokk og fóru m.a. alla leið í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ á dögunum. Þeim félögum eru þökkuð frábær störf fyrir félagið og velfarnaðar í nýjum ævintýrum.