Lokahóf Meistara-og 2.fl. karla í knattspyrnu

Lokahóf meistaraflokks karla og 2. flokks karla voru haldin á laugardag. Þar voru útnenfndir leikmenn ársins og þeir efnilegustu.
Rúnar Már S Sigurjónsson var valinn leikmaður ársins hjá mfl. Rúnar Már lék alla leiki Valsmanna í deild og bikar í ár. Samtals lék hann 2258 mínútur, skoraði 8 mörk  og lagði upp önnur 11 mörk fyrir samherja sína.

Kolbeinn Kárason var valinn efnilegasti leikmaður mfl karla. Kolbeinn vann sér sæti í byrjunarliðinu í ár og lék samtals 1481 mínútu í deild og bikar. Kolbeinn skoraði  8 mörk og lagði upp önnur 3 mörk fyrir samherja sína.

Rúnar Már var valinn leikmaður leikmannanna sem völdu jafnframt Indriða Áka Þorláksson sem efnilegasta leikmann mfl. Indriði tók þátt í 7 leikjum í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 2 mörk fyrir samherja sína.
Mark sumarsins var valið aukaspyrnumark Rúnars Más á Vodafonevellinum gegn Fylki.

Andri Sigurðsson var valinn leikmaður ársins hjá 2.fl karla. Andri spilaði alla 19 leiki 2.flokks í Íslandsmóti og bikar. Andri spilaði
sem bakvörður flesta sína leiki og einnig sem miðjumaður.

Breki Bjarnason var kosinn leikmaður leikmannanna hjá 2.fl karla. Breki spilaði alla 19 leiki 2.flokks í Íslandsmóti og bikar.  Breki spilaði sem miðvörður.

Jón Torfi Jónsson var valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum á keppnistímabilinu  hjá 2.fl karla og spilaði Jón Torfi 16 leiki  í sumar. Jón Torfi spilaði sem miðjumaður.