Þorleifur Óskarsson ráðinn til Vals

Þorleifur Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Helenu Ólafsdóttur í m.fl kvk og mun hann einnig þjálfa 2.fl kvk.

Undanfarin 3 ár hefur Þorleifur þjálfað m.fl kvk Fjölnis.  Þar hefur hann unnið gott starf, en Fjölnir vann A-riðil 1. deildar á síðasta tímabili undir hans stjórn.  Árin 2006-2008 þjálfaði hann m.fl og 2.fl hjá Þrótti.  En þar á undan þjálfaði hann meðal annars karlalið hjá ÍR og Létti.

Þorleifur er uppalinn ÍR-ingur og spilaði megnið af sínum ferli þar, þótt hann hafi komið við á nokkrum stöðum , meðal annars æft nokkrum sínnum með Val á yngri árum.

Við hjá Val bjóðum Þorleif velkominn til starfa og væntum mikils af samstarfi hans og félagsins.