Bjúgnakrækir kom í heimsókn hjá MB 6-7 ára

Bjúgnakrækir kom í heimsókn á síðustu æfingu fyrir jól hjá iðkendum í minnibolta 6-7 ára í körfubolta. Hann ætlaði sér að kenna börnunum að spila alvöru körfuknattleik.

Hann mætti með sinn eigin loðna bolta og sagði að börnum í dag væru ekki kenndar réttar aðferðir. Síðan snérist hann í hringi í hverju skoti og skoppaði boltanum með mjög gamaldags aðferðum og börnin voru ekki sammála því að hans aðferðir væru betri en þeirra eigin.

Að lokum leyfði hann börnunum að reyna að skora á móti sér og nota þá teppi, stóran staf og spreybrúsa til þess að trufla börnin og koma í veg fyrir að þau næðu að skora.