Edvard Börkur Óttharsson kominn heim í Val

Edvard Börkur leikmaður Tindastóls hefur gert þriggja ára samning við Val. Hann kom ungur að árum til Vals og var meðal annars valin besti leikmaður 3. flokks 2008, efnilegasti leikmaður 2.flokks 2008 og 2009, Lollabikar Vals 2008 og besti leikmaður 2. flokks 2010.

Undanfarin tvö ár hefur Edvard Börkur leikið með Tindastól og tekið miklum framförum þar og verið sem klettur í vörn Stólana. Hann var valin besti leikmaður Tindastóls árið 2012 og var í þrígang valin í úrvalslið umferða 1.deildar 2012 og talin einn af 10 áhugaverðustu leikmönnum 1.deildar.

"Ég er  mjög ánægður að vera kominn aftur til Vals. Þetta er mitt félag og það er gott að vera kominn aftur heim, eftir að hafa talað við Magnús Gylfa og stjórnina var ég sannfærður um að þetta væri rétt skref fyrir mig, ég fékk dýrmæta reynslu í 1.deildinni á síðasta tímabili hjá Tindastól og er þeim þakklátur fyrir það.  Það eru spennandi tímar framundan hjá Val og ég hlakka til  að byrja,, Edvard Börkur Óttharsson.