Deildarmeistaratitill á loft og sú Besta hefst annan í páskum

Það verður nóg um að vera að Hlíðarenda annan í páskum þar sem karlalið félagsins í handbolta og fótbolta verða í eldlínunni. 

Klukkan 16:00 mæta lærisveinar Snorra Steins Eyjamönnum í lokaleik deildarkeppninnar í Olís deild karla í handknattleik þar sem Valsliðið fær afhentan deildarmeistaratitilinn í lok leiks. 

Strax í kjölfarið fer fram opnunarleikur Vals í Bestu deild karla tímabilið 2023 þar sem Eyjamenn koma í heimsókn. Flautað verður til leiks klukkan 18:30 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda á öðrum degi páska. 

Miðasala á báða leikina er í fullum gangi inn á Stubb-appinu en einnig minnum við á sölu árskorta sem fer fram á sama stað. 

Um er að ræða þrjár tegundir af kortum: 

  • Fótboltakort

  • Valskort 

  • Gullkort 

Sala á kortunum fer eingöngu fram á Stubb appinu - Sjá frekari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu. 

Smelltu hér til að ganga frá kaupum inn á Stubb