Óskað eftir aðkomu í vinnuhópa fyrir félagið

Farið hefur verið í gegnum allar hugmyndirnar frá vinnufundi Vals og þær flokkaðar í ákveðna undirflokka. Hver undirflokkun hefur ábyrgðaraðila sem mun stofna nefnd sem hefur það verkefni að fara yfir allar hugmyndir síns flokks og flokka þær eftir því: hvað er ekki hægt að gera, hvað er þegar gert, hvað er hægt að gera. Með þessu móti munu allar hugmyndir sem komu fram á vinnufundinum vera vegnar og metnar.

Félagið óskar eftir áhugasömum aðilum til að koma að þessari vinnu og hugmyndasmíð. Flokkarnir og ábyrgðaraðilar eru hér að neðan og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við viðkomandi:

  • Hverfið - Viðar Bjarnason, íþróttafulltrúi Vals vidar@valur.is
  • Skóli - Viðar Bjarnason, íþróttafulltrúi Vals vidar@valur.is
  • Íþróttaskóli Vals - Viðar Bjarnason, íþróttafulltrúi Vals vidar@valur.is
  • Þjálfarar - Jón Gunnar Bergs framherji@simnet.is
  • Íþróttir sem áhugamál - Jón Gunnar Bergs framherji@simnet.is
  • Nýbúar - Hafrún Kristjánsdóttir og Davor Purusic hafrunkr@ru.is
  • Foreldrar - Margrét L. Guðmundsdóttir mlg9@hi.is
  • Félagsmenn - Margrét L. Guðmundsdóttir mlg9@hi.is
  • Eldri borgarar - Halldór Einarsson henson@henson.is
  • Upplýsingatækni - Haraldur Daði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vals hdr@valur.is
  • Markaðsetning/Ímynd/Stefnumótun - Haraldur Daði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vals hdr@valur.is
  • Aðstaðan að Hlíðarenda - Haraldur Daði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vals hdr@valur.is
  • Fjármál - Brynjar Harðason og Sveinn Stefánsson sveinn@valur.is