Anton heim að Hlíðarenda

Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals og tekur við því kefli af Óskari Bjarna Óskarsyni sem ráðinn var á dögunum aðalþjálfari meistaraflokks karla. Anton mun einnig vera annar tveggja aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki og verður þar með hluti af teymi þeirra Óskars og Björgvins. Anton mun að auki vera hluti af leikmannahópi Vals á tímabilinu og mun Anton því hafa í nægu að snúast og verður gaman að fá hann og hans fjölskyldu aftur niður að Hlíðarenda.

Anton Rúnarsson þarf ekki að kynna fyrir Valsmönnum enda uppalinn hjá félaginu og lék upp yngri flokka félagsins, bæði í hand- og fótbolta. Hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2016 og það tímabil varð Valur Íslands- og bikarmeistari. Anton var valinn íþróttamaður Vals árið 2020 og varð MVP í úrslitakeppninni 2021 áður en hann fór aftur út í atvinnumennsku en undanfarin 2 ár hefur hann leikið með TV Emsdetten í Þýskalandi.

Við bjóðum Anton hjartanlega velkominn heim að Hlíðarenda.