Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt öflugum hópi starfsfólks og sjálfboðaliða, tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi eins framsæknasta íþróttafélags landsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika og metnað. Framkvæmdastjóri Vals ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og heyrir beint undir aðalstjórn Vals. Starfshlutfall er 100% og er ráðning ótímabundin.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg starfsemi félagsins, rekstur deilda og fjármál
  • Árleg stefnumótun, gerð rekstraráætlana og eftirfylgni með þeim
  • Uppbygging jákvæðrar menningar þar sem allir fá notið sinna styrkleika
  • Starfsmannahald, samskipti við stjórnir og sjálfboðaliða innan félagsins
  • Yfirumsjón með leikdögum, mótum og viðburðum á vegum félagsins
  • Samskipti við sérsambönd og opinbera aðila
  • Umsjón stjórnarfunda og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikil hæfni í samskiptum og hefur sterka leiðtoga- og skipulagshæfni
  • Hefur góða innsýn í og reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum
  • Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðhorf
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er stór kostur.

Knattspyrnufélagið Valur er sigursælasta íþróttafélag landsins í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik, karla og kvenna. Þá er félagið með umfangsmikið og metnaðarfullt unglinga- og barnastarf í þessum íþróttagreinum.

Hjá Val er mikill metnaður og markmiðin eru skýr. Valur er í fremstu röð á Íslandi og ætlar að halda þeirri stöðu. Framundan eru mörg spennandi verkefni í tengslum við frekari þróun íþróttastarfsins ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hlíðarenda, sem framkvæmdastjóri mun leiða í samvinnu við stjórn félagsins. Umsóknarfrestur er til og með 25.september n.k.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Gunnarsson, formaður Vals, í síma 898-0969. Umsóknir sendist á netfangið umsokn@valur.is.

Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um.

Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.