Yngri landslið Íslands í handbolta

Yngri landslið Íslands í handknattleik eru á fullri ferð næstu daga og á Valur fjölda fulltrúa í hinum ýmsu flokkum.

Á æfingum U-21 árs liðsins verða Agnar Smári Jónsson og Bjartur Guðmundsson  dagana 31.október - 4.nóvember.

Æfingahópur fyrir U-19 ára landslið karla hefur einnig verið valinn. Liðið tekur þátt í æfingamóti í París dagana 2. - 4.nóvember ásamt Þýskalandi, Frakklandi og Póllandi. Í þessa ferð fara þeir Alexander Örn Júlíusson, Daði Gautason, Gunnar Malmquist Þórisson, og Valdimar Sigurðsson.

U-16 ára lið Íslands er líka á ferð og flugi á næstu dögum og mun taka þátt í 4 liða æfingamóti í Frakklandi dagana 31.okt - 4.nóv ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Frökkum. Í þessum hóp er Darri Sigþórsson.

Að lokum má einnig nefna að valinn hefur verið æfingahópur fyrir drengi fæddir 1998. Þessi hópur mun æfa saman helgina 2. - 4. nóvember. Þarna á Valur auðvitað fulltrúa og það er Alexander Jón Másson.

Við óskum þeim öllum að sjálfsögðu góðs gengis með sínum landsliðum.

Áfram Valur.