Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val

Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik.

Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi.

Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma.

Fyrir hönd aðalstjórnar Vals.

Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals.