Glæsilegur sigur - Aftur 18:30 á morgun og frítt inn !

Í kvöld áttust við Valur og H.C. Zalau frá Rúmeníu í fyrri leik liðanna í EHF kepninni í handbolta. Leiknum lauk með 24-23 sigri Valskvenna.

Leikurinn byrjaði fjörlega og voru þær rúmensku alltaf skrefi á undan. Í stöðunni 4-4 koma góður kafli hjá gestunum og komust þær m.a. í 6-11 en okkar stúlkur náðu þó að minnka muninn í 11-13 en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Valsstúlkur komu gríðarlega grimmar til leiks eftir leikhlé og náðu góðum tökum á leiknum og komust m.a. í 19-15. Þær rúmensku komu tilbaka og náðu að jafna í 22-22 en okkar stúlkur náðu að klára leikinn sem fyrr segir og sigruðu 24-23.

Á morgun er síðan síðari leikur liðanna og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar okkar til sigurs - Það mun ekkert kosta inn og því ætlum við að fylla húsið og komast í næstu umferð.

Áfram Valur.

Markaskor:

Þorgerður Anna 6

Hrafnhildur Skúladóttir 5

Dagný Skúladóttir 4

Anna Úrsúla 3

Ragnhildur Rósa 3 

Karólína Bæhrenz 2

Rebekka Rut 1

Guðny Jenný átti stórkleik og varði 26 skot og þar af 3 víti.