Hrafnhildur Skúladóttir "Óskum eftir stuðningi"

Kæru Valsmenn

Eins og vonandi flestir vita þá unnum við Valsstelpur glæsilegan sigur á rúmenska liðinu Zalau sem spilaði til úrslita í Evrópukeppninni í fyrra. Það var því miður alltof lítið af fólki í stúkunni miðað við svona stóran leik. Ég vil því biðla til ykkar Valsmanna að fjölmenna á leikinn okkar í dag laugardag sem er klukkan 18:30.

Frítt er inn á leikinn svo allir geti nú örugglega mætt en skorum við að sjálfsögðu á sem flesta að borga sig inn því þetta er gríðarlega dýrt fyrir félagið og okkur stelpurnar sem erum búnar að standa í ströngu í fjáröflunum fyrir þessa keppni.

Það verða líka seldir hamborgarar (þeir bestu í bænum) þannig að þið getið meira að segja fríað ykkur frá eldamennskunni:-)

Við Valsstelpur erum ekki í þessari keppni til að vera með heldur til að ná árangri og er gríðarlega mikilvægt að fá góðan stuðning. Baldur bongó er mættur með húsbandið og bíður upp á frábæra stemningu á meðan þið horfið á gæða handboltaleik.

Vona innilega að ég sjái sem flesta í stúkunni.

Bestu kveðjur
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði m.fl.kv