Valsgull á Norden Cup

Fjórði flokkur Vals í handbolta, stelpur fæddar 2009,gerðu sér lítið fyrir og unnu Norden Cup handboltamótið sem haldið er í Gautaborg.

Valsliðið hafði mikla yfirburði í úrslitaleik mótsins gegn norska liðinu Kolbotn IL og vann leikinn með 13 marka mun, 26:13 en staðan í hálfleik var 14:10 fyrir Val.

Laufey Óskarsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með níu mörk og Ebba Guðríður Ægisdóttir var næst markahæst með átta mörk. Að auki fór Arna Sif Jónsdóttir markvörður á kostum í markinu og varði nánast allt sem að marki kom. 

Við óskum stelpunum og öllum sem að liðinu standa hjartanlega til hamingju með árangurinn.