Vodafonemót Vals í handknattleik 9. til 11.nóvember

Helgina 9. til 11.nóvember fór fram Vodafonemót  Vals í handknattleik, 5.flokk kvenna. Mótið hófst á föstudag og endaði með nokkrum leikjum á sunnudag.

Úrslit réðust í flestum deildum á laugardag en einnig réðust úrslit í tveimur deildum á sunnudag.
Það var hart barist á öllum vígstöðum og fór það svo að HK 1 bar sigur úr býtum í 1.deild eftir spennandi baráttu við ÍBV. Það féll svo í hlut Hauka 1 og Gróttu að falla niður í 2.deild. Í Annarri deild báru ÍR 1 sigur úr býtum og enduðu með fullt hús stiga, Það fellur svo í skaut Selfoss 1 að fylgja ÍR stúlkunum upp í 1.deild. Það voru hins vegar KR 1 og Fjölnir sem þurftu að bíta í það súra epli að falla niður í 3.deild. 3.deild var svo spiluð í tveimur riðlum og fór eitt lið úr hvorum riðli upp í 2.deild. HK 2 og Þróttur sigruðu 3.deildina og spila því í 2.deild næst. Fjórðu deildina sigruðu svo Fylkir 1 með fullt hús stiga.

Mótið tókst í flesta staði mjög vel og við viljum þakka þeim fyrir sem unnu mjög óeigingjarnt starf fyrir félagið þessa helgina, einnig viljum við þakka Vodafone fyrir frábæran stuðning, enn þeir hjá Vodafone hjálpuðu okkur að gera mótið glæsilegra en ella.