Laust starf á Hlíðarenda

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir lausa stöðu umsjónarmanns verslunarreksturs.

Umsjónarmaður skipuleggur allar vaktir og skipulag á vinnu starfsmanna í verslun og veitingasölu, dag, kvöld-og helgarmanna.

Umsjónarmaður sér um innkaup fyrir verslun og veitingasölu og uppgjör vegna þess ásamt kaupum á hreinlætis-og rekstravörum. Umsjónarmaður skal einnig sjá um að manna baðvörslu, þrif og búningaþvott.

Umsjónarmaður skal sjá um tilfallandi aðstoð við leigutaka og notendur, s.s. sýnendur, gesti íþróttaiðkendur, áhorfendur og aðra sem kunna að nýta sér þá þjónustu sem í boði er á Hlíðarenda

Helstu verkefni:

  • Rekstur og innkaup fyrir verslun/veitingasölu
  • Rekstur og innkaup fyrir Hummel búð
  • Samningar við birgja
  • Skipulag vakta og starfsmannahald
  • Talning lagers og utanumhald
  • Uppgjör
  • Aðstoð við viðburði

Hæfniskröfur:

  • Almenn tölvufærni
  • Þekking á DK kostur
  • Frumkvæði og sjálfsstæði
  • Hreint sakavottorð

Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá sendist á hdr@valur.is Umsóknarfrestur er til og með 16.nóvember 2012.

Gildi Vals eru: Ábyrgð, metnaður, heilbrigði og lífsgleði