Fálkar styrkja starfið og gefa bolta

Á dögunum færðu Fálkar, stuðningsfélag við barna og unglingastarf Vals, félaginu bolta til notkunar fyrir yngri flokka. Um var að ræða 100 fótbolta, 120 handbolta og 30 körfubolta að verðmæti um 800 þúsund krónur.

Það er félaginu ómetanlegt að hafa bakhjarla eins og Fálkana sem eru frábær félagsskapur sem aðstoðar og styrkir félagið með ráðum og dáðum.

Á myndinni má sjá Bjarna Hinriksson stjórnarformann styrktarsjóðs Fálka og Viðar Bjarnason íþróttafulltrúa Vals við afhendingu boltana.