Valsrútan - vorönn 2013

Við viljum vekja athygli á því að skráning í Valsrútuna fyrir yngstu iðkendur Vals er hafin. Rútan mun hefja akstur 8.janúar.

skráning fer fram í gegnum Nóra á valur.is. Þar finnið þið skráning iðkenda, skráið ykkur inn þar og veljið svo rétta Valsrútu. Einnig er hægt að hringja í 414-8005 og ganga frá þessu þar. 

Eins og venja er þá sækir rútan börnin í frístundarheilmilin og skutlar þeim á æfingu þar sem foreldrar sækja svo börnin eftir æfingu. 

Það hefur orðið sú breyting á að 7.flokkur kvenna í fótbolta mun æfa á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 15:00 en ekki 15:50 eins og hefur verið. Þetta er gert svoleiðis að hægt verði að gefa þeim aðgang að tveimur sölum og þar með reyna að auka gæði á æfingum.

Einnig höfum við orðið að hækka verðið á akstrinum sökum aukinna útgjalda.

Ein ferð á viku var áður á 3.000 kr. en verður núna 4.000 kr.

tvær ferðir á viku hækka úr 6.000 kr. í 8.000kr og 3 ferðir á viku fara úr 9.000 kr. í 12.000 kr.