Haustleiksmeistarar

Laugardaginn 22 Desember lauk haustleik getraunaleiks Vals og 66°NORÐUR.

Að venju var keppnin hörð og spennandi alveg fram á síðustu stundu en það fór svo að lokum að félagarnir í Skaftahlíð UTD báru sigur úr bítum og hlutu í verðlaun 2 Tindur technical físpeysur frá 66°NORÐUR að verðmæti 27.500 kr hvor. Að auki hljóta þeir félagar heiðursnafnbótina HAUSTLEIKSMEISTARAR 2012 flottur árangur hjá þeim og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.

Í öðru sæti í A deild urðu þeir feðgar í AC Dasa og í þriðja sæti feðgarnir í Bæjurum og hlutu þeir einnig glæsilega vinninga frá 66°NORÐUR að launum fyrir sína flottu framistöðu

Í efsta sæti í B deild varð stórliðið Magnús og hlutu þau í verðlaun Básar ullarsett frá 66°NORÐUR að verðmæti 22.000 kr hvort, í öðru sæti urðu Andlát sem að einnig fengu verðlaun frá 66°NORÐUR og í þriðja sæti mæðginin í Lukkuálfum sem hlutu í verðlaun 2 Veiðikort sem að er nýr samstarfsaðili við getraunaleikin, þeir sem að vilja kynna sér það nánar er bent á veidikortid.is.

Laugardaginn n.k hefst svo VORLEIKURINN og skorum við á alla Valsara að láta sjá sig í Lollastúku á milli 10-14 og kynna sér þennan stórskemmtilega fjölskyldu og vina leik.

Á myndinni má sjá nokkur af þeim liðum sem að sköruðu framúr í haustleiknum en hver veit nema að ný andlit verði á vorleiksmyndinni og jafnvel einhverjir sem að aldrei hafa tekið þátt áður, það er nefninlega þannig að maður þarf ekki að vera sérfræðingur í enska boltanum til að ná árangri í þessum skemmtilega leik......

Við hjá getraunadeild Vals viljum koma á framfæri þakklæti til samstarfsaðila leiksins 66°NORÐUR og Veiðikortsins sem að gáfu vinninga að verðmæti 200 þúsund og munu halda því áfram í Vorleiknum.

Sjáumst hress og kát í Lollastúku á laugardaginn.

Nefndin