Aukafundur í kvöld kl.20:00

Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals, kt. 670269-2569, boðar hér með til félagsfundar (aukafundar) í félaginu, sem haldinn verður miðvikudaginn 9. janúar 2013, kl. 20:00 að Hlíðarenda í Reykjavík.

Dagskrá:

Setning fundarins.
Kosning fundarstjóra.
Kosning fundarritara.
Tillaga um stofnun sjálfseignarstofnunar.

Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals gerir að tillögu sinni að Knattspyrnufélagið Valur stofni sjálfseignarstofnun sem bera muni heitið Hlíðarendi ses. Aðalmarkmið stofnunarinnar verður að halda utan um, byggja upp, varðveita og viðhalda þeim eignum og réttindum er stofnuninni tilheyra í þágu vaxtar og viðgangs Knattspyrnufélagsins Vals. Þá skal stofnunin í störfum sínum og gerðum hafa markmið Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi og stuðla að því að efla iðkun og útbreiðslu á þeim íþróttum sem lagt er stund á hjá félaginu hverju sinni. Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals gerir að tillögu sinni að stofnfé stofnunarinnar verði kr. 1.000.000 í reiðufé og hlutafé að nafnvirði kr. 18.878.147 í hlutafélaginu Valsmönnum hf., kt. 491299-2239. Allt stofnféð verður reitt af hendi við stofnun sjálfseignarstofnunarinnar. Samkvæmt drögum að skipulagsskrá verður æðsta vald í málefnum stofnunarinnar í höndum fulltrúaráðs sem skipað skal 25 fulltrúum. Þá er í skipulagsskránni gert ráð fyrir að félaginu verði skipuð fimm manna stjórn úr hópi fulltrúaráðsmanna.

Drög að skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina og önnur gögn í tengslum við fyrirhugaða stofnun hennar, liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis fyrir félagsmenn fram að fundinum. Eingöngu félagsmenn sem greitt hafa árgjald eru gjaldgengir á fundinn.


Reykjavík,1 janúar 2013

Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals.