Iain James Williamson í Val

Knattspyrnufélagið Valur hefur gert samning við skoska leikmanninn Iain James Williamson. Samningurinn gildir út tímabilið 2013 og munu aðilar skoða möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum.

Nokkur önnur lið voru á eftir Williamson en eftir að hafa leitað ráða hjá vini sínum Gregg Ross fyrrum leikmanni Vals ákvað hann að semja við Val. Barry Smith þjálfari Dundee og leikmaður Vals 2006-2008 mælti eindregið með þessum öfluga og sókndjarfa miðjumanni

Williamson er 25 ára gamall og hefur leikið 111 leiki í skosku deildinni með Dunfermline og Raith Rovers. Hann er miðjumaður og þótti einn allra besti leikmaður Grindavíkur á seinasta tímabili en hann gekk til liðs við þá seinni hluta tímabilsins og spilaði 10 leiki og skoraði tvö mörk. Williamson kemur til landsins um miðjan febrúar og tekur þátt í undirbúningstímabilinu með Valsmönnum fyrir komandi keppnistímabil.