Fyrirlestur Blátt áfram

Valkyrjur bjóða öllum stjórnarmönnum, starfsfólki, þjálfurum, sjálboðaliðum, foreldrum og aðstandendum sem koma að starfseminni og vinna með iðkendur Vals upp á fyrirlestur frá Blátt áfram.

Í ljósi allrar umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu nú undanfarið misseri viljum við sýna fordæmi með forvörn í huga. Hjá knattspyrnufélaginu Val eru nokkur hundruð iðkendur á aldrinum 2-18 ára. Er það ansi brýnt að opna umræðuna og reyna að vinna að forvörn á þessu sviði.

Tilgangur Blátt áfram er  forvarnar- og fræðslustarf gegn kynferðisofbeldi á börnum á Íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn Þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00 í Sal 3 í Vodafonehöllinni.