Laust starf - Húsvarsla á Hlíðarenda

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir starf húsvarðar laust til umsóknar. Húsvörður starfar m.a. í verslun og veitingasölu á kvöld-og helgarvöktum. Vinnutími er frá 16:00-23:00 virka daga og 9:00 til 17:00 um helgar en getur breyst lítillega.

Húsvörður skal sjá um tilfallandi aðstoð við leigutaka og notendur, s.s. íþróttaiðkendur, áhorfendur, sýnendur, gesti og aðra sem kunna að nýta sér þá þjónustu sem í boði er á Hlíðarenda

Helstu verkefni:


Afgreiða í verslun/veitingasölu
Baðvarsla, þrif og búningaþvottur.
Setja upp borð og stóla í veislusölum félagsins
Frágangur húss á kvöldin samkvæmt lokunarlista
Ýmis verkefni frá yfirmanni
Gert er ráð fyrir u.þ.b 15 dögum í mánuði

Hæfniskröfur

Frumkvæði, sjálfsstæði og heiðarleiki
Hreint sakavottorð
Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá sendist á gudmundur@valur.is
 
Umsóknarfrestur er til og með 27.mars 2013.
 
Annað
Gildi Vals eru: Ábyrgð, metnaður, heilbrigði og lífsgleði