5.flokkur kvenna í 3.sæti

5. flokkur kvenna (yngra ár) gerði góða ferð til Akureyrar um helgina þar sem þær spiluðu á síðasta móti Íslandsmótsins. Tvö lið mættu til keppni og stóðu bæði liðin sig með miklum sóma.

A-liðið var hársbreidd frá því að vinna þetta lokamót, þær gerðu jafntefli í lokaleiknum gegn Haukum en með sigri hefðu þær unnið mótið. Árangurinn var engu að síðu mjög góður og urðu þær í þriðja sæti á Íslandsmótinu, þegar árangur allra fimm mótanna er lagður saman.

B-liðið spilaði fjóra leiki og óx ásmegin með hverjum leiknum. Stelpurnar unnu tvo leiki og tapaði tveimur en voru óheppnar að ná ekki þremur sigrum.

Utan vallar voru stelpurnar einnig til fyrirmyndar og var ekki annað að sjá en að þær hefðu skemmt sér vel fyrir norðan. Enda brutust út mikil fagnaðarlæti þegar þeim var tilkynnt að það væri ófært suður til Reykjavíkur!