Skákmót Vals

Skákmót Vals verður endurvakið í Lollastúku þriðjudaginn 23.apríl og hefst kl.18.00 Keppt verður um Hrókinn en það er gripur sem kom í leitirnar vegna starfa minjanefndar félagsins. Síðast áletrun á Hrókinn er nafn Björns Theodórssonar 1961. Teflt verður eftir Monrad, ellefu umferðir, tímamörk 3 2 (increment) Mótstjóri er Gunnar Björnsson forseti S.Í. Landsfrægir skákmenn hafa nú þegar tilkynnt þáttöku sína. Töfl og klukkur á staðnum.

Væntanlegir þáttakendur staðfesti þáttöku sína á valur@valur.is fyrir kl.17 mánudaginn 22.apríl.