Oddur Ólafsson og Oddur B. Pétursson til Vals

Oddur Ólafsson  og Oddur Birnir Pétursson skrifa undir tveggja ára samning við Val.

Oddur Ólafsson er tvítugur bakvörður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði og spilaði í úrvalsdeild með Hamri tímabilið 2009-2010 þá aðeins 16 ára gamal skoraði hann 7,6 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var þjálfari hans á þeim tíma.  Síðust þrjú tímabil spilaði Oddur Ólafs í Bandaríkjunum. Eitt ár í High school og svo eitt og hálft tímabil í Birmingham-Southern háskólanum í Alabama.  Um áramótin snéri Oddur aftur heim og lék með Hamri út tímabilið í fyrra.  Oddur Ólafsson hefur leikið með unglingalandsliðum Ísland U-16, U-18 og U-20.

Oddur Birnir Pétursson 19 ára bakvörur uppalinn í Njarðvík þar sem hann hefur leikið með afar sigursælum yngri flokkum. Oddur var á öðru ári í meistaraflokks liði Njaðrvíkinga, hann er mikill íþróttamaður og á bjarta framtíðina fyrir sér. Oddur hefur leikið með U-16 og U-18 ára unglingalandsliðum Íslands.

Valur.is biður þá nafna Odd og Odd Birni velkomna í Val