20 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu - Hátíðardagskrá

Í ár eru 20 ár síðan kapella var vígð í nafni sr. Friðriks Friðrikssonar á afmælisdegi hans, 25. maí, og af því tilefni verður hátíðardagskrá í Friðrikskapellu laugardaginn 25. maí frá kl. 14.00 - 16.00.

Dagskráin er eftirfarandi:

Karlakór KFUM syngur lög við texta sr. Friðriks.

Pétur Sveinbjarnarson fyrrverandi formaður kapellunefndar verður með erindi um aðdraganda að byggingu kapellunnar.

Þórarinn Björnsson, guðfræðingur, verður með erindi um séra Friðrik, samspil og félagsleg áhrif á KFUM og KFUK, skátahreyfinguna, Val og Karlakórinn Fóstbræður.

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra flytur ræðu.

Stjórnandi er Kári Geirlaugsson

Að lokinni dagskrá í kapellunni verða veitingar í Valsheimilinu.

Allir eru hjartanlega velkomnir.