Stefnumótunarfundur handknattleiksdeildar 20.júní

Kæru Valsmenn fimmtudaginn 20.júní boðar handknattleiksdeild Vals til stefnumótunarfundar.

Fundurinn fer fram að Hlíðarenda kl.19.30-21.30. Markmið fundarins er að búa til skipulag fyrir handknattleiksdeild sem miðar að því að koma handboltanum í Vals í hæstu hæðir - með nýrri aðferðarfræði Ólafs Stefánssonar. Allir þeir sem hafa áhuga að því að koma að starfi handknattleiksdeildar á næsta ári eru meira en velkomnir á fundinn. Markmiðið er að allir fái að koma að starfi deildarinnar á sínum forsendum - menn verða ekki bundnir því að vinna dag og nótt fyrir deildina :-) Við leitumst sérstaklega eftir því að fjölga konum í starfi deildarinnar - þannig að Valskonur endilega látið sjá ykkur á fundinum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega látið Jón Halldórsson vita á jon@dale.is

Stjórn handknattleiksdeildar - mfl ráð - Ólafur Stefánsson