Stórleikur á föstudag


Heil og sæl Helena, Stjarnan í bikarkeppninni hvernig líst
þér á það?  

Mér líst bara vel á það eins og öllu liðinu. Við erum
spenntar að takast á við Stjörnuna en vitum jafnframt að þetta verður erfiður
og krefjandi leikur.


Hverja telur þú vera helstu styrkleika þeirra ?

Það er sterk liðsheild og liðið er sterkt á öllum sviðum.
Þær eru ekki þekktar fyrir að fá á sig mörg mörk og refsa jafn harðan. Eru með
mikla breidd og það er komin mikil reynsla á bak við þetta lið.


Hverja telur þú vera helstu styrkleika þíns liðs ?


Okkar styrkleikar eru sterk liðsheild og sterkir
einstaklingar og erum að ég tel góð blanda af ungum leikmönnum eldri. Þegar við
smellum saman sem heild eru fá lið sem geta stoppað okkur.



Týpisk frasa spurning hversu mikilvægur er stuðningur
áhorfenda í svona leik ?


Hann getur skipt
sköpum og þess vegna gleðst maður alltaf í bikar yfir því að fá heimaleik, því
þá getur maður bókað að áhorfendur virka sem okkar 12 maður og það gefur liðinu
ákveðið vítamín.


Nú hefur gengið í deildinni verið soldið rysjótt hvernig er stemmingin í hópnum ?


 Þrátt fyrir
mismunandi gengi þá hefur liðið staðið saman sem liðsheild og stelpurnar hafa
staðið sig ótrúlega vel í því að halda hlutunum á jákvæðum nótum. Enda er þetta
nú eitt af því sem við elskum þ.e. að spila fótbolta og engin ástæða að láta
neitt skemma það. Setjum okkur bara ný markmið og fylgjum þeim. En auðvita erum
við allar í þessu til að vinna og ná árangri. Hins vegar skiptir máli að kunna
að bregðast við mótlæti og læra að uppgjöf er eitthvað sem ekki kemur til
greina og þá er ekkert annað í stöðunni en að berjast áfram, læra af mistökum
og gera betur í næsta leik.


 

Liðið hefur verið meiðslum hrjáð hvernig er staðan núna ?

Við erum allar að koma. En auðvita eru leikmenn eins og
Thelma Björk og Berglind ekkert með á þessu ári enda slitu þær báðar krossbönd.
Málfríður er byrjuð að æfa eftir fótbrot og gengur vel í sinni meðferð enda
mikilll nagli. Pála er að koma inn eftir barneign og hver æfing skiptir hana
máli. Kristín Ýr er öll að koma til eftir erfið hnémeiðsl. Svo er staðan
svolítið óljós með Rakel því hennar meiðsl eru í kálfa vöðva og eru frerkar
óútreiknanleg. Ingunn er að ná sér eftir ökklameiðs sem urðu lengri en við
gerðum ráð fyrir en annars er þetta bara allt að koma sem betur fer og þá eykst
breiddin um leið.

 

Við þökkum Helenu fyrir gott spjall um leið og að við tökum undir orð hennar um að stuðningur áhorfenda á svona leik getur skipt öllu máli og hvetjum Valsar til að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning í verki.