Knattspyrnuskóli Vals

Fjórða og síðasta námskeið Knattspyrnuskóla Vals verður dagana 15. - 26. júlí. Yfir hundrað krakkar hafa tekið þátt í Knattspyrnuskólanum og notið leiðsagnar góðra þjálfara.

Námskeiðið er ætlað börnum sem eru 6 ára og eldri. Lagt er áherslu á að skipta í litla hópa eftir aldri til þess að hver einstaklingur hámarki snertingar sínar við boltann. Skólinn hefst klukkan 09.00 og stendur til 12.00. Frá 09.30 - 09.50 er nestispása.


Skólastjórar eru Kristín Ýr Bjarnadóttir og Ingólfur Sigurðsson, leikmenn meistaraflokka Vals.


Námskeiðið kostar 10.000- kr. og fer skráning fram á skráningasíðu félagsins, https://valur.felog.is eða í síma 414-8000.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.