Handboltaskóli Óla Stef

Vikurnar 6. - 9. ágúst og 12. - 16. ágúst fer fram handboltaskóli Óla Stef í Vodafonehöllinni.

Handboltaskólinn er fyrir börn á aldrinum 8 til 15 ára.

Skólanum verður skipt þannig upp;

  • Börn fædd 2002 - 2005 kl. 9:00 - 12:00

  • Börn fædd 1998 - 2001 kl. 13:00 - 16:00

Verð 6.500 kr. (fyrri vikuna) og 8.000 kr. (seinni vikuna) Bolur innifalinn í verði.

Skráning fer fram á skrifstofu Vals milli kl. 12-16 í síma 414-8003 og 414-8005.
Einnig á Nóra (sjá valur.is > skráning iðkenda)

Óli Stef, Óskar Bjarni og Ragnar Óskarsson stýra handboltaskólanum en auk þeirra verða reyndir þjálfarar leiðbeinendur. 

Takmarkaður fjöldi iðkenda kemst að. Fyrstur kemur fyrstur fær.