Ný andlit í félagaskiptaglugganum

Knattspyrnudeild Vals hefur fengið til sín öfluga leikmenn bæði í karla-og kvennaflokki nú fyrir seinni hluta Pepsídeildar karla og kvenna.

Lucas Ohlander er tvítugur sænskur framherji sem er kominn til okkar frá Helsingborgs IF en hann var í láni hjá danska liðinu Brönshoj á síðasta tímabili.

Patrick Pedersen er 21 árs danskur framherji sem Valur hefur fengið að láni frá danska liðinu Hjorring, Patrick er framherji og skoraði hann m.a. öll fimm mörkin í sínum síðasta leik fyrir Hjorring í fyrrakvöld í 5-0 sigri.

Daniel Racchi er miðjumaður fæddur 1987 og kom hann til okkar frá Kilmarnockk, en hann skoraði m.a. tvö mörk í 6-4 sigri Vals á ÍA á mánudag.

Þá hefur Valur fengið að láni frá Fjölni varnarmanninn Guðmund Þór Júlíusson. Guðmundur er fæddur 1983 og er talinn mikið efni.

Í kvennaflokki hafa þær stöllur Edda Garðarsdóttir og Ólína G.Viðarsdóttir gengið til liðs við Val og spiluðu þær báðar með Val gegn Aftureldingu í 0-1 sigri Vals en það var einmitt Ólína sem skoraði sigurmarkið í leiknum.