Valsarar í landsliðinu

Valsarar í landsliðinu.
Landslið Íslands undir 17 ára drengja hefur nú lokið keppni á Norðurlandamótinu, en mótið var haldið í Hamar í Noregi í ár.
Er skemmst frá því að segja að liðið stóð sig með miklum sóma. Spilaði þrjá leiki í riðlakeppninni þar sem gert var jafntefli við Noreg B í fyrsta leik, þá kom tap fyrir Dönum en sigur á Svíum í síðasta leik riðilsins 2-1 tryggði annað sætið.
Lið Íslands spilaði því um verðlaun, 3 sætið við heimamenn Norðmenn og unnu glæsilegan 5 - 2 sigur og landaði bronsinu. Finnar urðu Norðurlandameistarar eftir sigur á Dönum í vítaspyrnukeppni. Rétt er að geta þess að landslið Englands endaði í 5. sæti !

Tveir leikmenn Vals leika stórt hlutverki í þessu liði en það eru þeir Darri Sigþórsson og Sindri Scheving. Sindri skoraði meðal annars eitt marka Íslands í úrslitaleiknum og Darri var fyrirliði liðsins í báðum sigurleikjunum á móti Svíum og Norðmönnum.