Starf framkvæmdastjóra Knattspyrnufélagsins Vals.

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins.

Starfssvið framkvæmdastjóra er m.a:

  • Ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri Knattspyrnufélagsins Vals.
  • Ábyrgð á fjármálum félagsins.
  • Umsjón og ábyrgð á markaðsmálum.
  • Yfirumsjón og ábyrgð á starfsmannamálum.
  • Samskipti við fjölmiðla.
  • Samningagerð.
  • Yfirumsjón með eignum Vals.
  • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur.

Menntun:

  • Krafist er menntunar á háskólastigi em nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði og/eða sambærilegrar menntunar og
    yfirgripsmikillar reynslu af rekstri.

 

Starfsreynsla:

Krafist er:

  • Góðrar  þekkingar á fjármálum og bókhaldi. 
  • Þekkingar á mannauðsmálum og
    starfsmannahaldi. 
  • Reynslu af félagsmálum. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynslu af markaðsmálum.

 

Umsóknum skal skilað fyrir 30. ágúst n.k.  á netfangið hdr@valur.is ásamt greinagóðri ferilskrá.