Æfingatöflur og Valsrúta

Æfingatöflur fyrir haust 2013 eru klárar á netinu. 

Það er mögulegt að einhverja breytingar verði í körfubolta en þjálfarar munu koma þeim skilaboðum áleiðis til iðkenda.

Æfingar hefjast samkvæmt töflu í næstu viku og við hvetjum alla foreldra til að skrá iðkendur í sína flokka.

Þeir iðkendur sem eru í fótbolta eiga að ganga frá skráningu í þá flokka sem þeir fara í í haust en flokkaskipti verða um miðjan september, uppskeruhátíð er áætluð þann 15.sept.

Það hefur einnig verið opnað fyrir skráningu í rútu og munu rútuferðir hefjast 2.september. Þeir sem ætla að taka rútu en eiga eftir að færast upp um flokk skulu einfaldlega skrá börn í rútu á þeim dögum sem þeir koma til með að æfa á eftir flokkaskiptingu. Við munum leyfa börnum að taka rútuna þannig að þau nái æfingum í núverandi flokkum þar til skiptingin hefur átt sér stað.